Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2015

SUNDID HEFST ÞRIÐJUDAGINN 20. JANÚAR!

Með | Fréttir, Sund, UMFÞ

Kæru foreldrar.
Sundið hefst að nýju í næstu viku.

Það er hún Thelma Rún Rúnarsdóttir sem tekur við af Rebekku. Thelma hefur áður þjálfað hjá félaginu. Hún þjálfaði knattspyrnu árið 2012. Thelma var afreksmanneskja á sínum yngri árum í sundi og ætti því að vera vel kunnug sundheiminum. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.

Æfingar verða 2x í viku.
Þriðjudaga kl 17:00
Föstudaga kl 14:00

Hlökkum til að sjá ykkur aftur

 

IMG_3758

Júdó hefst að nýju þriðjudaginn 20. janúar!!

Með | Fréttir, Júdó

Við höfum fengið til starfa tvo frábæra þjálfara sem ætla sjá um júdóþjálfun í vetur, þá Heimi Kjartansson og Davíð Kristjánsson. Þeir eru uppfullir af ferskum og skemmtilegum hugmyndum, hafa heilan helling af íslandsmeistaratitlum í farteskinu, Heimir var fjölmörg ár í landsliðinu og bera þeir báðir svarta beltið.Það eru spennandi tímar framundan í júdóinu, breyttar áherslur, fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Haldin verða beltapróf þar sem þáttakendur fá viðurkenningu fyrir getu sína. Farið verður á mót og fleira skemmtilegt.Æfingar verða á þriðjudögum kl. 17:30-18:30 og á fimmtudögum kl. 18:00-19:00 stelpur og strákar saman.Fríar æfingar út janúar og hvetjum við alla til að koma og prófa!!

Judó5

 

Yfirlýsing frá stjórn Þróttar varðandi júdó

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund

Í ljósi aðstæðna sjáum við hjá stjórn UMFÞ okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu.
Hvað júdó varðar þá er langt því frá að leggja eigi niður Júdódeild Þróttar. Við vinnum að kappi við að fá nýjan þjálfara til liðs við okkur og vonumst til að æfingar geti hafist innan skamms.
Hvað mál Magnúsar varðar þá er málið miklu flóknara og margþættara en að það snúist eingöngu um launamál þjálfara og verður það mál ekki rætt opinberlega frekar af hálfu stjórn Þróttar. Hafi fólk einhverjar athugsemdir eða spurningar þætti okkur vænt um að að viðkomandi snúi sér til stjórnar eða framkvæmdastjóra, okkur þykja samfélagsmiðlar ekki rétti vettvangurinn fyrir slíkar umræður.

 

Við viljum nota tækifærið og þakka Magnúsi Hersi fyrir það frábæra starf sem hann hefur byggt upp undanfarin ár, það verður aldrei af honum tekið og mun Ungmennafélagið Þróttur búa að því alla tíð.

ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR

Með | Fréttir, Júdó, Sund

Erum við að leita að þér?

Sundþjálfari óskast!

Þróttur Vogum auglýsir eftir sundþjálfara fyrir yngri hópa. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúin að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogunum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að fara á mót. Reynsla af sundþjálfun og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.

Umsóknarfrestur er til  15. janúar 2015

Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net

Umsóknir sendast áthrottur@throttur.net

 

 

Júdóþjálfari óskast!

Þróttur Vogum auglýsir eftir júdóþjálfara. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúin að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogunum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að fara á mót. Reynsla af júdóþjálfun  og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.

 

Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net

Umsóknir sendast áthrottur@throttur.net

Þjálfari kveður

Með | Fréttir, Sund, UMFÞ

Á milli jóla og nýárs kvöddum við Rebekku sundþjálfara með söknuði og smá gjöf frá félaginu. Við þökkum henni kærlega fyrir þá vinnu sem hún hefur unnið í þágu félagsins og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.

 

Rebekka