Stjórn Þróttar ásamt foreldrafélagi Þróttar ætla í sameiningu að gefa iðkendum félagsins jóladagatal. Þetta er þriðja árið í röð sem við gefum dagatöl enda hafa iðkendur okkar verið hæstánægðir með glaðninginn.
Dagatölin er hægt að nálgast í afgreiðslunni í íþróttahúsinu 🙂

Foreldrafélag Þróttar hélt glæsilegt Halloweenball um síðustu helgi. Mikið var um flotta búninga, krakkarnir voru ánægðir og skemmtu sér konunglega. Allir sem mættu fengu popp og slush. Hræðilegt draugahús var á staðnum sem skemmti mörgum. Nokkrir einstaklingar fengu verðlaun fyrir flotta búninga og var það alveg greinilegt að mikla vinnu var búið að leggja í suma þeirra. Foreldrafélagið þakkar öllum þeim sem mættu og segja að þetta sé komið til að vera.

Nýlegar athugasemdir