Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2014

LÍNUHLAUP ÞRÓTTAR

Með | Fréttir, UMFÞ

Línuhlaup Þróttar verður nú haldið í annað sinn. Fínasta þátttaka var í fyrra og hlakkar okkur til að sjá þetta stækka með árunum, þar sem hlaupið er komið til að vera. Hlaupið er partur af fjölskylduhátíð bæjarins og verður laugardaginn 16. ágúst kl 11:00. Allir hlauparar eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir.

 

Vegalengdir
800m (fyrir börn fædd 2006 og yngri),5km og 10 km með tímatöku.

 

Staðsetning
Hlaupið verður ræst við íþróttahúsið í Vogum, Hafnargötu 17.  Hlaupið er vítt um og út fyrir Vogana.

 

Upplýsingar um 10km hlaupið:Ekki er mikil hækkun/lækkun á leiðinni en slóðar eru á henni sem ekki eru sérlega greiðfærir. Þannig er leiðin ekki til þess fallin að bæta tíma en hún er því mun skemmtilegri fyrir augað. Hlaupið er um heiðarland á malarvegi sem og á malbikuðum brautum meðfram sjó.

 

Drykkjarstöðvar
Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km.

 

Þátttökugjald og skráning
Skráning fer fram á www.hlaup.isAthugið að skráningargjald hækkar á hlaupadegi og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig. Forskráning er til miðnættis 15. ágúst 2014.
Skráning á keppnisdegi verður í íþróttahúsinu klukkutíma fyrir hlaup.

Verð í forskráningu er 1500kr fyrir 18 ára og eldri (f. 1996 og fyrr) og 1000kr fyrir 12-18 ára (f. 2002 og síðar). Þátttökugjald hækkar um 500 kr. á keppnisdag.

Verð fyrir 800m er 500kr í forskráningu en 1000kr á keppnisdag.

Hlaupagögn verða afhent í íþróttahúsinuá hlaupadegi frá kl 10:00

 

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í báðum vegalengdum. Allir þátttakendur í 800m hlaupi fá verðlaunapening.Einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.

 

Almennar upplýsingar
Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið upp á hressingu og veitingar við hátíðarsvæðið þar sem verðlaunaafhendingin fer fram.

 

Skipuleggjendur
Ungmennafélagið Þróttur. Frekari upplýsingar fást hjá Tinnu framkvæmdastjóra í síma 868-5508 eða á:throttur@throttur.net

Hér má sjá leiðina fyrir 10km hlaupið

Hér má sjá leiðina fyrir 10km hlaupið