Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2014

Sundnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri

Með | Fréttir, Sund, UMFÞ

Eins og undanfarin ár mun Þróttur bjóða upp á sundnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Námskeiðin hefjast mánudaginn 12. maí og verða til 4. júní (4 vikur). Námskeiðið gengur út að það að börn venjist vatni, finni fyrir öryggi í vatninu og síðan verður farið í helstu sundtökin. Námskeiðið kostar 6.000kr og er það Rebekka Magnúsdóttir sundþjálfari hjá Þrótti sem verður með námskeiðin.

 

Námskeiðin verða á eftirfarandi tímum:
Börn fædd 2010 mánudaga og miðvikudaga 17:00-17:30 (Síli 1)
Börn fædd 2008 og 2009 mánudaga og miðvikudaga kl 17:30-18:15 (Síli 2)


ATHUGIÐ: Námskeiðin fara eingöngu fram ef næg þátttaka næst.


Skráning hjá framkvæmdastjóra í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net

SundNemó

Áframhaldandi samstarf við Landsbankann

Með | Fréttir, Knattspyrna, UMFÞ
Ungmennafélagið Þróttur  og Landsbankinn hafa framlengt samning sinn til eins árs. Líkt og síðustu ár er Landsbankinn einn af stærstu samstarfsaðilum félagsins að sveitarfélaginu undanskildu. Landsbankinn hefur lagt áherslu á að vera í góðum tengslum við íþróttahreyfinguna á Suðurnesjunum. Með endurnýjun samningsins vill Landsbankinn sýna í verki áhuga sinn og stuðning við æskulýðs- og íþróttamál og um leið leggja áherslu á forvarnarþátt þess starfs. Einnig fellur samningurinn vel að markmiðum Landsbankans hvað varðar stuðning við íþrótta- og forvarnarstarfsemi með sérstakri áherslu á barna- og unglingastarf.

 

Knattspyrna