Mánaðarlega Skjalasafn

febrúar 2014

Aðalfundur

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund, UMFÞ

Aðalfundur  Ungmennafélagsins Þróttar verður haldinn í félagsmiðstöðinni í Vogunum þriðjudaginn 4. mars og hefst kl 20:00.

 

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
-Kosinn verður fundarstjóri og fundarritari
-Skýrsla stjórnar
-Reikningar félagsins
-Kosning stjórnar
-Önnur mál

 

Kveðja,

Stjórn Þróttar

Íþróttaskóli Þróttar

Með | Fréttir, Íþróttaskóli

Íþróttaskólinn er fyrir börn á leikskólaaldri (börn fædd 2010-2012) sem vilja læra að meðhöndla bolta, bæta hreyfigetu og jafnvægi og ekki síður styrk og sjálfstraust.
Salnum er skipt upp í tvö æfingarsvæði, þar sem annað er fyrir boltaþrautir og hitt er með Tarzanþrautir þar sem krakkarnir fá að kynnast ýmsum skemmtilegum æfingum. Ætlast er til að foreldrar séu virkir með börnum sínum á meðan á æfingunni stendur.

 

Íþróttaskólinn byrjar laugardaginn  8. febrúar og er frá kl 11:15-12:00. Námskeiðið er í 8 skipti, síðasti tíminn verður laugardaginn 29. mars.  Verð 4.000kr. Leiðbeinandi í íþróttaskólanum er Valþór Örn Sverrisson.

 

 

Færni til framtíðar

Með því að örva hreyfifærni barns með fjölbreyttri líkamshreyfingu er verið að stuðla að eðlilegum þroska og hreyfiþroskaferli. Sem jafnframt stuðlar að heilbrigðum lífsstíl andlega og líkamlega.

 

Frekari upplýsingar og skráning í síma 868-5508 eða á throttur@throttur.net

 

Sjáumst í íþróttaskólanum  🙂

 

Valþór Örn (Valli) Leiðbeinandi íþróttaskólans

Valþór Örn (Valli)
Leiðbeinandi íþróttaskólans