Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2014

Fékk flug fyrir tvo innanlands og bílaleigubíl í jólahappdrætti Meistaraflokks

Með | Fréttir, Knattspyrna, UMFÞ
Á myndinni eru þeir Marteinn formaður meistaraflokksráðs og Bergur vinningshafi.

Á myndinni eru þeir Marteinn formaður meistaraflokksráðs og Bergur vinningshafi.

Aðalvinningshafi Jólahappdrættis Meistaraflokks Þróttar 2013 hefur gefið sig fram og var það Bergur Álfþórsson sem hlaut vinninginn. Fær hann að launum flug fyrir tvo og afnot Toyota Rav í tvo daga. Þá loksins sem Beggi eins og hann er kallaður fær tækifæri til að ferðast innanlands sagði hann orðrétt í aðdraganda þess er formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildarinnar afhenti honum vinninginn. .

Við hjá Knattspyrnudeild Þróttar óskum Begga til hamingju og um leið þökkum við Flugfélagi Íslands og bílaleigu Hertz á Íslandi fyrir þeirra stuðning. Þá langar og að minna alla þá sem eiga eftir að vitja vinninga að núna fer hver að verða síðastur til að sækja sinn vinning.
Hægt verður að nálgast vinninga næstu tvo laugardaga. Laugardaginn 25. janúar og laugardagurinn 1. febrúar verðum við uppí Íþróttamiðstöð á milli klukkan 11-13.
Eftir þann tíma renna vinningarnir í eigu félagsins. Hvetjum við alla sem styrktu okkur með miðum að kanna málið frekar.
Við þökkum öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur og einnig  þeim Þrótturum sem styrktu okkur með kaupum á happdrættismiða kærlega fyrir stuðninginn. Án ykkar værum við ekki neitt.
Kveðja Knattspyrnudeild Þróttar Vogum.
Vinningaskrá:
1. Gjafabréf frá Flugfélagi Íslands og Bílaleigu Herz. Verðmæti 150.000kr. 272
2. Canon Pixma prentari frá Omnis 32
3. Gjafabréf frá Hótel Keflavík 7
4. Árskort í Bláa lónið 106
5. Gjafabréf á Tapaz barinn 195
6. Vetrarkort í Bláa lónið. 182
7. Gjafabréf Saffran fyrir tvo 136
8. Brunch fyrir tvo á „SATT“ 198
9. Gjafabréf á Gamla Pósthúsið 148
10. Gjöf frá Hársnyrtistofu Hrannar 80
11. Gjafabréf á Langbest Ásbrú 19
12. Glaðningur frá Kaskó. 84
13. Glaðningur frá Kaskó. 48
14. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 163
15. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 197
16. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 254
17. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 279
18. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 256
19. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 181
20. DVD myndir frá Hagkaup 187
21. Sundkort frá Íþróttamiðstöðinni 88
22. Ljósakort frá Íþróttamiðstöðinni – 95
23. Gjafakarfa frá Vogabæ 76
24. Gjafakarfa frá Vogabæ 202
25. Gjafakarfa frá Vogabæ 191
26. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni 5000kr. 141
27. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni 5000kr. 274
28. Vegleg kaffikarfa frá Kaffitár 165
29. Vinningur frá Fjarðarkaup. 213
30. Vinningur frá Fjarðarkaup. 290
31. 10.000kr gjafabréf frá N1 Vogum. 8
32. Bónpakki frá Wurth 112
33. Bónpakki frá Wurth 11
34. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 158
35. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 184
36. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 9
37. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 226
38. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 222
39. Gjafabréf frá Sturmpinum eina Sportbarnum í Vogunum að upphæð 3000kr. 38
40. Gjafabréf frá Strumpinum eina Sportbarnum í Vogunum að upphæð 3000kr. 268
43. Vetrarkort frá Bláalóninu. 231
44.Eggjabakkar frá Nesbú 292
45. Eggjabakkar frá Nesbú 267
46. Eggjabakkar frá Nesbú 28
47. Eggjabakkar frá Nesbú 260
48. Eggjabakkar frá Nesbú 300
49. Glaðningur frá Kaskó 137
50. Glaðningur frá Kaskó 178

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Með | Fréttir, Knattspyrna, UMFÞ
Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn föstudaginn 31. januar klukkan 20:00 og fer fram í Álfagerði.
Knattspyrnudeild Þróttar rekur meistaraflokk félagsins í knattspyrnu og einnig Getraunadeild félagsins. Dagskráin er hefðbundin. Skýrsla stjórnar lögð fram, reikningar lagðir fram til samþykktar, kosið í stórn, varamenn og önnur mál.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í deildinni er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra og formann deildarinnar Marteinn Ægisson,marteinn@throttur.net ekki seinna en viku fyrir aðalfund deildarinnar.
Þrír eru í stjórn deildarinnar og einn varamaður.
Vonumst til að sjá sem flesta kveðja stjórn knattspyrnudeildar Þróttar.

Íþróttamaður ársins 2013

Með | Fréttir, Knattspyrna
Friðrik Valdimar Árnason Íþróttamaður ársins í Vogum 2013.

Frikki mark eins og hann er oft kallaður  hefur verið útnefndur íþróttamaður Voga 2013. Það var Frístunda og Menningarnefnd Sveitarfélagsins sem útnefndu Friðrik Valdimar fyrr í dag.

 

Friðrik átti frábært tímabil með Þrótti í sumar. Við erum að rifna úr stolti og er þetta í fyrsta skipti sem leikmaður meistaraflokks fær þann heiður að vera Íþróttamaður ársins. Óskum við Frikka og hans fjölskyldu til hamingju með nafnbótina.

Hér má sjá Friðrik ásamt drengjum sínum tveimur.

Hér má sjá Friðrik ásamt drengjum sínum

 

Nýárskveðja

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund

2014_fireworksGleðilegt nýtt ár kæru Þróttarar og takk fyrir árið sem var að líða. Í upphafi nýs árs er gjarnan staldrað við og litið til baka. Þegar ég lít til baka og horfi á starfið í deildunum hjá okkur fyllist ég stolti. Metnaðarfullt starf er unnið í öllum deildum, fjöldi barna og unglinga leggja stund á íþróttir hjá okkur, eina eða fleiri. Að hvetja börn og unglinga til að stunda íþróttir og hlúa að þeim svo þeim sé það mögulegt er ekki bara einhver besta uppeldisaðferð sem til er heldur hefur það einnig mikið forvarnargildi. Þá má ekki gera lítið úr félagslega þættinum. Margir eignast sína bestu vini í gegnum íþróttaiðkun og það að stunda íþróttir í hóp eða að æfa sem einstaklingur með öðrum er bæði þroskandi og gefandi.

 

Látum eitt af áramótaheitum okkar vera að efla félagsstarf meðal almennra félagsmanna. Sem dæmi má nefna félagskaffi meistaraflokks Þróttar sem er frábært framtak. Við skulum muna að ,, Maður er manns gaman”.

 

Að lokum vil ég senda sérstakar þakkir til okkar helstu styrktaraðila.

 

Lítum björtum augum á nýbyrjað ár.

 

Við erum eitt, við erum Þróttur!

 

Kveðja,
Tinna Hallgríms
Framkvæmdastjóri Þróttar Vogum