Mánaðarlega Skjalasafn

september 2013

Nýr knattspyrnuþjálfari

Með | Fréttir, Knattspyrna

Nýr knattspyrnuþjálfari hefur verið ráðinn í stað Hákonar Harðarsonar.

Jón Ásgeir Þorvaldsson heitir hann og mun hann sjá um að þjálfa 6. og 7.

flokk karla. Jón Ágeir er með B.Sc í Íþrótta- og heilsufræði og KSÍ stig 1,2,

3, og 4.

Jón Ásgeir verður með Hákoni á æfingu  á miðvikudag og föstudag.

Í næstu viku tekur hann svo alfarið við strákunum og verða  breytingar á æfingartímum og verða þær á eftirfarandi tímum:

Mánudögum: kl 15:00-16:00 6. og 7. fl kk saman

Miðvikudögum: 7. flokkur  kl 15:00-16:00. 6. flokkur kl 16:00-17:00.

Föstudögum: 7. flokkur  kl 15:00-16:00. 6. flokkur kl 16:00-17:00.

Við bjóðum Jón Ásgeir velkominn til starfa 🙂

 

 

Knattspyrnuþjálfari óskast!

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur Vogum auglýsir eftir þjálfara fyrir 6. og 7. flokk karla. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúin að vinna með okkur í flottu yngri flokka starfi í Vogunum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að fara með flokkana á mót. Menntun í íþróttafræðum og/eða knattspyrnuþjálfun er skilyrði.

 

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. september 2013

 

Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net

 

Umsóknir sendast áthrottur@throttur.net

LOKAHÓF ÞRÓTTAR

Með | Fréttir, Knattspyrna

Lokahóf Þróttar verður þann 21. september næst komandi.

Hvetjum alla Vogabúa til þess að skemmta sér saman með okkur þetta

frábæra kvöld.

Dagskrá kvöldsins:
19:30 Fordrykkur
20:00 borðhald hefst
Matseðill: Hamborgarhryggur, kalkúnn, kjúklingalundir og ýmislegt

meðlæti.
Þróttaralagið frumflutt
Ýmis skemmtiatriði
Þorsteinn Gunnarsson þjálfari liðsins tekur til máls
Verðlaunaafhending
Böddi Reynis og Pétur Valgarð úr Dalton spila fyrir balli.
Bar verður á staðnum, þar sem ýmsar veigar verða seldar á vægu verði.

Verð litlar 3900 krónur.
Hægt er að leggja inn á reikning 0157-05-410088 kt 640289-2529 og þá

þarf að koma fram skýring/tilvísun: Lokahóf og senda síðan staðfestingu á throttur@throttur.net Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra í

síma 868-5508.
Seldum miðum verður svo dreift þegar nær dregur. Aldurstakmark 20 ára.

Það verður ekkert nema gleði þann 21. september 🙂

Kveðja frá Knattspyrnudeild Þróttar

Með | Fréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Þróttar langar að ítreka þakklæti sitt til allra stuðningsmanna félagsins, það eru ekki mörg félag sem spila í 4. deildinni sem geta státað sig af því að fá á annað hundrað manns á heimaleiki og stuðningsmenn liðsins klæðast keppnistreyjum félagsins á leikjum. Þetta er einsdæmi.

Við sendum styrktaraðilum og öðrum samstarfsaðilum þakkir fyrir sumarið, án þeirra þá væri ekki hægt að reka þessa deild með þessum myndarbrag sem hefur verið gert síðustu árin.

Einnig viljum við nota tækifærið og þakka Svövu og Tinnu hjá aðalstjórn félagsins og foreldrafélagi félagsins fyrir frábært samstarf og metnaðarfullt starf.

Markmiðið í sumar var að komast í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það voru því eðlilega mikil vonbrigði þegar við vorum aðeins einu stigi frá markmiðinu. Þrátt fyrir það var þetta besti árangur félagsins til þessa og einnig fórum við langt í bikarkeppni KSÍ.

Leikmenn félagsins hafa staðið sig frábærlega vel í sumar og þeirra framlag til þess að lyfta Þrótti á hærri stall er ómetanlegt, það er ótrúlega gaman að finna hvað þessi árangur í sumar hefur gefið félaginu og samfélaginu í Vogum mikið, við hjá félaginu finnum fyrir miklu þakklæti.

Uppbyggingin heldur áfram sumarið 2014. Þróttarar setja markið hátt næsta sumar og ætlum að koma félaginu upp um deild og vera stolt Sveitarfélagsins Voga.

Laugardaginn 21. September verður lokahófið og ætlum við að hlaða batteríin þangað til og þetta kvöld gerum við okkur glaðan dag með stuðningsmönnum og leikmönnum félagsins. Hvetjum við alla til að mæta og loka sumrinu með okkur.

Innilegar þakkir til ykkar allra !!!
Kveðja Marteinn, Gunnar og Friðrik.

Mfl sumar2013