Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2013

SUNDNÁMSKEIÐ BRÁTT AÐ HEFJAST

Með | Fréttir, Sund

Minnum á sundnámskeiðin sem hefjast í næstu viku fyrir börn fædd 2007 og 2008

Börn fædd 2007 verða á mán og mið kl 17:30
Börn fædd 2008 verða á þrið og fim kl 17:30

Námskeiðin eru í 4 vikur og kosta 6000kr

Þjálfari er Rebekka Magnúsdóttir

Skráning hjá framkvæmdastjóra í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net

VÍSMÓT ÞRÓTTAR REYKJAVÍK

Með | Fréttir, Knattspyrna

Síðast liðna helgi fóru þrír flokkar úr knattspyrnunni á Vísmót Þróttar í Reykjavík. Flokkunum gekk mjög vel og er skemmst frá því að segja að stelpurnar í 7. flokki unnu mótið í sínum flokki! Hér eru myndir af flokkunum sem fór.

7. fl 8. fl Stelpurnar

Nýr formaður kosinn á aðalfundi Þróttar

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund

Auka aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar í  Vogum var haldinn í félagsmiðstöðinni í Vogunum síðast liðið miðvikudagskvöld. Á fundinum var aðeins eitt mál á dagskrá, ársreikningurinn. Þar sem hann var ekki samþykktur á aðalfundinum sem haldinn var 18. apríl en þar var skýrsla stjórnar og ársreikningar lagðir fram sem og kosið í nýja stjórn. Nýr formaður var kjörinn, Svava Arnardóttir en hún var stjórnarmeðlimur í fyrri stjórn. Miklar breytingar urðu á aðalstjórn félagsins. Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ var gestur á fundinum. Fundurinn var ágætlega sóttur og voru umræður málefnalegar. Mikið og gott barna og unglingastarf er hjá félaginu þar sem markmiðið er að hafa það gaman saman ásamt því að stunda heilbrigt líferni. Metnaðarfullt starf er unnið í öllum deildum, fjöldi barna og unglinga leggja stund á íþróttir hjá okkur, eina eða fleiri. Að hvetja börn og unglinga til að stunda íþróttir og hlúa að þeim svo þeim sé það mögulegt er ekki bara einhver besta uppeldisaðferð sem til er heldur hefur það einnig mikið forvarnargildi. Þá má ekki gera lítið úr félagslega þættinum. Margir eignast sína bestu vini í gegnum íþróttaiðkun og það að stunda íþróttir í hóp eða að æfa sem einstaklingur með öðrum er bæði þroskandi og gefandi.

Fyrir okkur Þróttara voru þrír viðburðir sem stóðu sérstaklega upp úr á árinu 2012. Það var 80 ára afmælishátíðin okkar, vígsla á nýjum og glæsilegum knattspyrnuvöllum og haustmót JSÍ sem við héldum í október síðast liðnum.

Ný stjórn hlakkar til að koma saman og halda áfram að vinna að því góða starfi hjá Þrótti.

Hér má sjá Kristinn og Davíð frá foreldrafélagi Þróttar

Hér má sjá Kristinn og Davíð frá foreldrafélagi Þróttar

AUKA aðalfundur

Með | Fréttir

MINNUM Á !!!
Auka – Aðalfundur UMFÞ verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 19:30 í félagsmiðstöðinni.
Ekki var hægt að leggja ársreikning til samþykktar fyrir félagsmenn á síðasta aðalfundi vegna óútskýrðra reikninga. Nú er ársreikningur tilbúinn til samþykktar og eðlilegar skýringar hafa fundist á öllum færslum félagsins.

Stjórnin hlakkar til að sjá sem flesta.

Kveðja,
Stjórn Þróttar

Nágrannaslagur á föstudagskvöldið

Með | Fréttir, Knattspyrna

Núna  föstudaginn 3. maí kl. 20:30 mun fara fram fyrsta umferð í bikarkeppni KSÍ eða Borgunarbikarnum. Er þetta fyrsti alvöru leikur tímabilsins hjá Þrótti og nokkur spenna ímönnum eftir langt og strangt undirbúningstímabil.

 

Upphaflega átti leikurinn að fara fram  í Vogum, en vegna aðstæðna getum við ekki spilað leikinn heima, og það lið er tapar, leikur ekki fleiri leiki í Borgunarbikarnum þettaárið. Það lið sem vinnur hinsvegar mun takast á við lið Hómermanna eða Stokkseyringa í næstu umferð.

 

Það voru okkur mikil vonbrigði að geta ekki spilað þennan stórleik á Vogavelli, vorum búnir að útbúa auglýsingar sem áttu að fara í hús fyrir leikinn, einnig leikskrár sem átti að kynna starf deildarinnar.

 

Hvetjum alla knattspyrnuáhugamenn sem og Þróttara til að kíkja á völlinn á föstudag og styðja okkar unga lið. Það er ekki á hverjum degi sem Þróttur Vogum spilar svona stórleiki.

 

Undirbúningstimabilið hefur gengið ágætlega, fórum taplausir í gegnum deildarbikarinn og og spiluðum fjölmarga æfingaleiki. Þorsteinn Gunnarsson þjálfari stýrir þessu uppbyggingarstarfi, liðið hefur talsvert breyst frá síðasta tímabili. Höfum fengið unga stráka til liðs við okkur.

 

Það eru spennandi tímar í vændum hjá félaginu, metnaðarfull stjórn og  við erum með glæsilega aðstöðu þannig að framtíðin er björt. Framundan er áframhaldandi uppbyggingarstarf og allir bæjarbúar og aðrir Þróttarar eru velkomnir að taka þátt í þessu með okkur. Sjáumst í Reykjaneshöllinni.

Auka – Aðalfundur

Með | Fréttir, UMFÞ

Auka – Aðalfundur UMFÞ verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 19:30 í félagsmiðstöðinni.
Ekki var hægt að leggja ársreikning til samþykktar fyrir félagsmenn á síðasta aðalfundi vegna óútskýrðra reikninga. Nú er ársreikningur tilbúinn til samþykktar og eðlilegar skýringar hafa fundist á öllum færslum félagsins.

Stjórnin hlakkar til að sjá sem flesta.

Kveðja,
Stjórn Þróttar

ÞRÓTTUR VOGUM – VÍÐIR GARÐI

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur Vogum keppir við Víði Garði næst komandi föstudagskvöld í Borgunarbikar karla. Leikurinn verður í Reykjaneshöllinnni og hefst kl 20:30.

50 manna rúta fer frá íþróttahúsinu kl 20:00. Fyrstir koma fyrstir fá sæti!
Vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært um að mæta og styðji strákana okkar til sigurs 🙂

ÁFRAM ÞRÓTTUR!!