Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2013

Ósóttir happdrættisvinningar hjá Þrótti

Með | Fréttir
Ennþá á eftir að sækja happdrættisvinninga hjá Þrótti:
Gjafabréf hjá Saffran 100
Gjafabréf Kallistó 215
Gjafabréf Langbest 29
Gjafabréf Tekk 254
Sundkort 180 & 153
Kaskó 39, 255 & 253
Byko 101
Þrif á bíl 160
Þróttaratrefill 136
Stuðningsmannakort á heimaleiki Þróttar sumarið 2013 „Gildir bara á deildarleiki, ekki bikarinn“
241,61 & 3
Hægt er að nálgast þessa vinninga á skrifstofu félagsins fyrir 16. mars.

Vinningshafi í jólahappdrætti Þróttar 2012

Með | Fréttir, Knattspyrna

Nú á dögunum fór Knattspyrnudeild Þróttar og afhenti Jórunni Sigurmundsdóttir aðalvinninginn í jólahappdrætti 2012. Jórunn var að passa og eins og sést á myndinni þá vildi litli kútur ekki vera með á myndinni. Verðlaunin voru ekki af verri endanum eða gjafabréf með Wow Air. Var þetta sjötta árið í röð sem happdrættið var haldið. Okkur langar að þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einkaaðilum fyrir að gefa vinninga, án þeirra þá væri þetta ekki hægt. Vinningshlutfallið þetta árið var 20{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}. Einnig þökkum við öllum þeim sem keyptu miða og styrktu okkur. Þetta var sjötta árið í röð sem happdrættið fór fram og því er komin góð hefð fyrir þessu.

 

Við minnum alla á að fara yfir vinningaskrána því ennþá eru 14 ósóttir vinningar og hægt er að nálgast þá á skrifstofutíma eða senda mail á marteinn@throttur.net fyrir 15. mars.

 

Birgir Örn og Jón Ingi Getraunameistarar Þróttar 2012

Með | Fréttir

Getraunadeild Þróttar hélt uppá lokahóf sitt síðasta laugardag. Redknapp stóð uppi sem sigurveigarar með þá Birgi Örn og Jón Inga innanborðs, 2. sæti voru Sandra Babe með Helga Axel og Stefán, þriðja sæti  Gunnrik með Gunna Helga og Frikka. Einnig fékk Helgi Axel útnefninguna „Rjóminn“ Tókst honum hið ótrúlega að vera með 3 rétta af 13 möguleikum. Það tóku 16 lið þátt í þessu, voru Þróttarar með opið á laugardögum í vetur þar sem allir félagar gátu komið og tekið þátt í þessum skemmtilega innanfélagsleik. Spilað var í 10 vikur, og var mikil dagskrá í kringum þetta hjá þeim, í nóvember var öllum boðið í bröns einn laugardaginn. Svo á laugardaginn síðasta var boðið uppá hádegismat áður en verðlaun voru afhent.

 

Núna næsta laugardag þá byrjar nýr hópleikur hjá Þrótturum og hvetjum við alla til að mæta og taka þátt í þessu skemmtilega starfi. En þá byrjar vordeildin og stendur yfir næstu 12 vikurnar. Það verður mikið húllum hæ í kringum þetta hjá okkur. Við verðum áfram með brönsinn og einnig munum við halda áfram að bjóða uppá stórann miða sem allir geta verið með í, og ekki má gleyma lokahófinu sem verður í apríl þar sem við slúttum þessum og sigurveigarar fá glæsileg verðlaun.

 

Hvetjum alla til að mæta næsta laugardag og skrá sig til leiks.

 

Æfingar hefjast á ný

Með | Fréttir

Nú hófust æfingar aftur á nýju ári  í dag, samkvæmt æfingatöflu. Þróttur býður alla sína iðkendur velkomna til starfa á nýju ári. Einnig bjóðum við nýjum iðkendum að koma á æfingar og taka þátt í starfi félagsins.

 

Greiðslur vegna vorannar fara fram í vikunni 7. – 11. janúar. Vinsamlegast virðið þessi tímamörk. Þeir sem eiga ógreidd æfingagjöld vegna haustannar 2012 eru vinsamlegast beðnir að setja sig í samband við framkvæmdastjóra og semja um greiðslur áður en nýtt æfingatímabil hefst.

 

Kveðja,

Framkvæmdastjóri

Nýárskveðja

Með | Fréttir

Gleðilegt nýtt ár kæru Þróttarar og takk fyrir árið sem var að líða. Í upphafi nýs árs er gjarnan staldrað við og litið til baka. Þegar ég lít til baka og horfi á starfið í deildunum hjá okkur fyllist ég stolti. Metnaðarfullt starf er unnið í öllum deildum, fjöldi barna og unglinga leggja stund á íþróttir hjá okkur, eina eða fleiri. Að hvetja börn og unglinga til að stunda íþróttir og hlúa að þeim svo þeim sé það mögulegt er ekki bara einhver besta uppeldisaðferð sem til er heldur hefur það einnig mikið forvarnargildi. Þá má ekki gera lítið úr félagslega þættinum. Margir eignast sína bestu vini í gegnum íþróttaiðkun og það að stunda íþróttir í hóp eða að æfa sem einstaklingur með öðrum er bæði þroskandi og gefandi.

 

 

Látum eitt af áramótaheitum okkar vera að efla félagsstarf meðal almennra félagsmanna. Sem dæmi má nefna félagskaffi meistaraflokks Þróttar sem er frábært framtak. Við skulum muna að ,, Maður er manns gaman”.

 

 

Að lokum vil ég senda sérstakar þakkir til okkar helstu styrktaraðila.

Lítum björtum augum á nýbyrjað ár.

 

 

Kveðja,

Tinna Hallgríms

Framkvæmdastjóri Þróttar Vogum