Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2012

Jólahappdrætti meistaraflokks

Með | Fréttir
Dregið var í hádeginu í Jólahappdrætti Meistaraflokks Þróttar og erum við gríðarlega ánægðir og þakklátir þeim sem styrktu okkar góða starf með því að kaupa miða í happdrættinu. Allir miðarnir seldust upp, upplagið var 260 miðar og vinningarnir 60 talsins.

Jón Mar Guðmundsson og Þuríður Berglind Ægisdóttir sáu um að draga og sjá til þess að allt færi fram eftir settum reglum.

Hægt verður að nálgast vinningana laugardaginn 22. desember uppi í íþróttahúsi milli kl. 11-13. Eftir áramót verður hægt að koma á skrifstofutíma Þróttar og nálgast vinningana. Nánari upplýsingar gefur Marteinn í síma 865-3722 eða marteinn@throttur.net

Þróttur Vogum þakkar öllum þeim fyrirtækjum sem gáfu vinninga í happdrættið. Einnig langar okkur að nota tækifærið og óska öllum vinningshöfum til hamingju með vinningana sína.

Minnum að lokum alla á félagskaffið á laugardaginn milli 11-13. Piparkökur og heitt á könnunni!

 

 

Vinningar:
1. Gjafabréf með Wow Air – 258
2. Canon Pixma prentari frá Omnis – 155
3. Gjafabréf frá Hótel Keflavík – 21
4. Hertz Toyota Rav í tvo daga – 242
5. Árskort í Bláa lónið – 34
6. Gjafabréf á Tapaz barinn – 194
7. Gjafabréf á Grillmarkaðinn – 2
8. Gjafabréf Saffran fyrir tvo – 100
9. Brunch fyrir tvo á „SATT“ – 76
10. Gjafabréf á Gamla Pósthúsið – 146
11. Gjöf frá Hársnyrtistofu Hrannar – 32
12. Gjafabréf frá Kallistó – 215
13. Gjafabréf á Langbest Ásbrú – 73
14. Gjafabréf á Langbest Ásbrú – 59
15. Gjafabréf frá Tekk í Kauptúni – 254
16. íþróttataska frá Nike – 23
17. íþróttataska frá Nike – 179
18. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík – 14
19. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík – 4
20. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík – 6
21. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík – 260
22. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík – 232
23. DVD myndir frá Hagkaup – 187
24. DVD myndir frá Hagkaup – 132
25. Sundkort frá Íþróttamiðstöðinni – 180
26. Sundkort frá Íþróttamiðstöðinni – 153
27. Gjafakarfa frá Vogabæ – 124
28. Gjafakarfa frá Vogabæ – 7
29. Gjafakarfa frá Vogabæ – 189
30. Vinningur frá Kaskó – 39
31. Vinningur frá Kaskó – 255
32. Vinningur frá Kaskó – 253
33. Vinningur frá Húsasmiðjunni – 259
34. Vinningur frá Húsasmiðjunni – 18
35. Vinningur frá Byko – 9
36. Vinningur frá Byko – 101
37. Vinningur frá Hole in One – 233
38. Vegleg kaffikarfa frá Kaffitár – 237
39. 1. kg kaffi frá kaffitár – 179
40. 1. kg kaffi frá kaffitár – 12
41. Þrif á bíl, innan og utan frá fjölsmiðjunni – 257
42. Þrif á bíl, innan og utan frá fjölsmiðjunni – 160
43. 80 ára Afmælistrefill Þróttar – 235
44. 80 ára Afmælistrefill Þróttar – 1
45. 80 ára Afmælistrefill Þróttar – 157
46. 80 ára Afmælistrefill Þróttar – 248
47. 80 ára Afmælistrefill Þróttar – 136
48. 80 ára Afmælistrefill Þróttar – 24
49. Bónpakki frá Wurth – 244
50. Bónpakki frá Wurth – 213
51. 2 DVD myndir – 87
52. 2 DVD myndir – 77
53. 2 DVD myndir – 31
54. 2 DVD myndir – 129
55. 2 DVD myndir – 5
56. Stuðningsmannakort – Kaffiveitingar í hálfleik á heimaleikjum – 197
57. Stuðningsmannakort – Kaffiveitingar í hálfleik á heimaleikjum – 241
58. Stuðningsmannakort – Kaffiveitingar í hálfleik á heimaleikjum – 61
59. Stuðningsmannakort – Kaffiveitingar í hálfleik á heimaleikjum – 3
60. Þróttaratreyja og Þróttarabuff – 104

Með | Fréttir, Knattspyrna, Sund

Vikan fyrir jól….

 

Í dag kl 13:00 verður dregið í jólahappdrætti meistaraflokksráðs.

Í dag kl 17:00 verður jólamót 8. flokks.

Þriðjudaginn 18. desemeber verður jólamót 7. flokks og eldri.

Miðvikudaginn 19. desember verður jólamót í sundinu.

 

Fimmtudaginn 20. desemeber hefst svo jólafrí og byra æfingar aftur mánudaginn 7. janúar 2013 samkvæmt æfingatöflu.

 

Jólakveðja,

Framkvæmdastjóri

Frá Tippklúbbnum

Með | Fréttir
Sælir kæru félagar og við byrjum á að óska Redknapp til hamingju með sigurinn í haustdeildinni !!!

Redknapp enduðu mótið eins og þeir byrjuðu það og voru með samtals 21 í tíundu umferðinni. Lið Redknapp skipa þeir Birgir Örn Ólafsson og Jón Ingi Ægisson. Unnu þeir mótið sannfærandi, voru efstir allar tíu umferðirnar. Það var hörku barátta um silfrið og bronsið og liðin sem náðu því voru ekki í þeim sætum fyrir umferðina og hækkuðu sig bæði í verðlaunasæti. Sandra Babe náði öðru sæti en liðið skipa Helgi Axel Kása og Stefán Sveinsson. Þriðja sæti var lið Gunnrik með þá félaga Gunna Helga og Friðrik Valdimar Árnason innanborðs. Lokastaðan er á excelskjalinu sem við sendum með þessum pósti.

 

Tippdeild Þróttar þakkar ykkur kærlega fyrir samstarfið í tippleiknum, laugardaginn 5. janúar verðum við með lokahóf tippklúbbsins og verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin auk annara óvæntra verðlauna. Eitt er víst að við ætlum að gera okkur glaðan dag saman. Staður og stund auglýst síðar, takið frá kvöldið. Þar verður hægt að skrá sig í vordeildina.

 

Það voru fjölmargar tíur sem duttu í hús í dag , tvær ellefur og ein tólfa sem gaf 64.000 kr. Tólfan kom á miða sem kostaði 15600kr, Marteinn, Gunni Helga, Kiddi Óla og Helgi Þór sameinuðust í einum stórum miða. Það er allur gangur á þessu. Því miður var hluthafamiðinn ekki að gera sig og ætlum við að fá aðra til að gera næsta miða og hættir að treysta á KR-INGANA 🙂

Tilefni þess að leiknum er lokið verðum við með konfekt, piparkökur og jólakaffi næsta laugardag „22.des“ milli 11-13 ! Við ætlum að bjóða uppá stærri hlutamiða en gengur og gerist, kostar miðinn 23.328kr, Með meiri líkum á vinningi. Það verða 18 hlutir til sölu og kostar hluturinn í miðanum 1300kr. Tilefni þess að þeir félagar Birgir og Jón Ingi unnu tíundu umferðina og deildina fá þeir þann heiður að gera stóra Þróttaramiðann næstu helgi. Verður miðinn opinberaður næsta miðvikudagskvöld og sendum við ykkur póst svo allir hafi tíma til að gera upp hug sinn.

22.des opið milli 11-13
29. des lokað
5. janúar lokað „Lokahóf um kvöldið“
12. janúar: Vordeild byrjar og stendur yfir í 12. vikur.
Sjáumst næsta laugar hress að vanda milli 11-13 !

 

Kveðja Frikki og Matti stjórnarmenn i tippklúbb Þróttar 🙂

 

Jólamót hjá Þrótti

Með | Fréttir, Knattspyrna, Sund

Jólamót hjá 7. flokk og eldri

 

Þriðjudaginn 18. desember verður jólamót uppi í íþróttahúsi fyrir iðkendur í 7. flokk og eldri. Iðkendum verður skipt í lið og spilað verður 5 manna bolti.  Það kostar ekkert að taka þátt í mótinu og æskilegt er að láta þjálfara (Baddi, Garðar eða Arnar) vita sem fyrst ef þið komist ekki.  Boðið verður uppá  hressingu milli leikja og verðlaun fyrir flottasta liðið.  Fjörið byrjar kl. 16:30 og stendur til kl.18:30. Mæting kl 16:15.

Muna að mæta með íþróttaföt, innanhússkó og í jólaskapi.

 

Að móti loknu förum við í jólafrí og munu æfingar hefjast á nýjan leik mánudaginn 7. janúar.

 

Jólakveðjur,

Baddi, Arnar og Garðar

 

 

Jólamót 8. flokks

 

Mánudaginn 17. desember verður jólamót hjá 8. flokki. Þar verður iðkendum skipt í lið og síðan keppt. Mótið hefst á slaginu 17:05 og er því mikilvægt að allir mæti á réttum tíma. Á milli leikja verður júdósalurinn notaður þar sem hægt verður að fara í skemmtilega leiki. Í lokin fá svo allir svala og piparkökur.

Hlökkum til að sjá ykkur J

 

Miðvikudaginn 19. desember verður svo síðasta æfing fyrir jól og þá verður leikjasprell og er foreldrum velkomið að vera með.

 

Æfingar hefjast svo að nýju mánudaginn 7. janúar 2013.

 

Kveðja,

Hákon, Aníta, Sólrún og Sædís

 

 

Piparkökukvöld og Jólamót í sundinu

Fimmtudaginn 13.desember ætlum við að hittast og skreyta piparkökur saman. Þess vegna færum við æfingu til 16.00 og förum síðan saman yfir í félagsmiðstöðina og verðum þar til 18.00.

Jólamótið verður svo miðvikudaginn 19.desember og byrjar það kl.17.00 fyrir áhorfendur og keppendur mæta kl.16.30 í upphitun. Eftir það erum við komin í jólafrí og byrja æfingar aftur mánudaginn 7. Janúar.

 

Jólakveðja Rebekka

 

Með | Fréttir, Júdó

Keppnis ferð okkar júdódeildar Þróttar vogum var ofur ferð.

 

Aron Snær Arnarsson vann gull í sínum flokki.

 

Matthías Kristjánsson vann brons í sínum flokki.

 

Toti Árnason vann gull í sínum flokki og Róbert Andri Unnarsson vann einnig gull í sínum flokki.

 

Flott mót og flottir strákar sem við eigum. Hér að neðan má sjá mynd af verðlaunahöfunum

 

Þróttur óskar þeim að sjálfsögðu til hamingju með þennan glæsilega árangur!