Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2012

Bikarmeistarar haustdeildar

Með | Fréttir

Núna um helgina var brönz hjá tippklúbbi Þróttar, á sama tíma fengu Hilmar Egill og Kristinn afhent verðlaun fyrir að vera bikarmeistarar haustdeildar, lið þeirra heitir Hill Kids. Á laugardögum í vetur hafa Þróttarar verið duglegir að hittast og tippa saman. Gerði klúbburinn sér glaðan dag á laugardaginn og var vel  mætt. Núna eru þrjár umferðir eftir til áramóta og þá kemur í ljós hvaða lið verður Tippmeistari Þróttar haustdeildar. Eftir áramót verður boðið uppá vorleik og byrjar hann 12. janúar.

 

Við hjá Þrótti Vogum  höfum verið með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi. Er þetta klárlega komið til að vera enda vel mætt allar helgar.

tipp 1.JPG

Tilkynning til allra þeirra sem eru sem eru að taka þátt í tippstarfi Þróttar og eru með í Tippdeild Þróttar.

Með | Fréttir
Við minnum ykkur á brönsinn laugardaginn 24. nóvember og byrjar þetta kl.11:30 og er eingöngu fyrir þá sem eru búnir að greiða gjaldið og eru að taka þátt í Tippdeild Þróttar.
Risapottur á laugardaginn hjá 1×2

Ákveðið hefur verið að bæta peningum í fyrsta vinning í Enska boltanum og verður tryggt að potturinn sem í boði er fyrir 13 rétta hljóðar upp á um 200 milljónir (10,5 SEK). 

Við verðum með kynningu á nýjum tippleik  sem við ætlum að bjóða uppá 1x í mánuði. 

Einnig afhentum við bikarmeisturum verðlaunin sín. 

Það verður gaman á laugardaginn og allir að muna merkja við 190 !!! 

Sjáumst hress !!! 

Félagskaffið sem er opið fyrir alla laugardaga fellur því miður niður á laugardaginn og verður aftur 1. desember milli 11-13 !!!

Allir iðkendur Þróttar fá jóladagatal

Með | Fréttir

Stjórn Þróttar og foreldrafélag Þróttar ákváðu í sameiningu að gefa öllum iðkendum Þróttar  jóladagatal.

Dagatölunum var dreift til iðkenda íþróttaskólans síðasta laugardag og verður restinni dreift í þessari viku.

Kveðja,

Stjórn Þróttar og foreldrafélag Þróttar

 

Þorsteinn Gunnarsson nýr þjálfari Þróttar Vogum

Með | Fréttir

Þorsteinn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar Vogum. Þorsteinn er 46 ára Vestmannaeyingur, búsettur í Grindavík. Hann lék á sínum tíma með ÍBV og hefur víðtæka reynslu innan knattspyrnuhreyfingarinnar á ýmsum vígstöðvum. Í sumar var Þorsteinn aðstoðarþjálfari HK en áður var hann formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í þrjú ár og samhliða því markmannsþjálfari hjá félaginu. Þorsteinn þjálfaði um árabil í Vestmannaeyjum og gerði 2. flokk kvenna að Íslandsmeisturum auk þess að þjálfa meistaraflokk kvenna og 2. og 3. flokk karla. Þá var hann framkvæmdastjóri félagsins um tíma. Þorstienn var íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 í tæpan áratug. Þorsteinn hefur lokið UEFA B – þjálfaraprófi.

 

„Við hjá Þrótti Vogum erum hæst ánægð að fá Þorstein til starfa enda er hann búinn að vera tengdur knattspyrnunni síðustu árin frá öllum vígstöðum og unnið með mörgum reynslumiklum þjálfurum. Þróttur Vogum spilar í 4. deildinni í sumar og það er skemmtilegt tímabil framundan,“ segir Marteinn Ægisson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar Vogum.

 

„Þetta er spennandi verkefni, metnaðarfull stjórn og aðstaðan virkilega góð. Framundan er áframhaldandi uppbyggingarstarf og það verður gaman að leggja sitt af mörkum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson.

 

 

 

 

Tippfréttir

Með | Fréttir
Það var ekki hátt skorið þessa helgina enda mikið um óvænt úrslit. Jón Ingi og Biggi halda forystunni. Eftir næstu umferð þá er haustdeildin hálfnuð. Einnig minni ég ykkur á bikarkeppnina næstu helgi. Þá er það hæsta skorið sem gildir  bara í 5. umferðinni.

Einnig ætla ég að biðja ykkur afsökunnar á hvað þjónustustigið var lágt í dag, en við vorum að halda innimót á sama tíma og tippklúbburinn er að tippa. Það voru margir sem vildu kaupa miða en ég var ekki svæðinu. Bæti úr því næst, held samt að allir séu sáttir núna því skorið var mjög lágt. Takið síðan frá 24. nóv og mætið á svæðið. Kemur í ljós síðar afhverju 🙂

 

Með kveðju og hlökkum tilð sjá ykkur !!!  🙂

 

 

Helli & Kitty    55
Vogar 190        52
Gunnrik           55
Sandra Babe   48
4 Funky         57
1 Redknapp 65
6 Tranmere     56
3 Red Devils 58
Hill Kids           46
2 Gullgellurnar 59
FC Lautern      49
5 Huanez       57
Newcastle Brown 52
Hegg                 50
Hallgrims       52
Kveðja,
Marteinn Ægisson
Formaður tippklúbbsins