Mánaðarlega Skjalasafn

október 2012

Staðan í Tippdeildinni eftir þrjár umferðir

Með | Fréttir

Redknapp með forystuna, Gunnrik unnu umferðina og sjö umferðir eftir !

 

1:Redknapp 51
2:Gullgellurnar 49
3:Funky 48
4:Tranmere 45
5-7:Huanez 44
5-7:Gunnrik 44
5-7:Reddevils 44
8:Newcastle B 43
9:Hallgríms 42
10-13:Helli&Kitty 41
10-13:190 fc 41
10-13:Sandra Babe 41
14:Hillkids 41
15-16:fc Lutern 40
15-16:Hegg 40

 

Sjáumst á laugardaginn 3. nóvember og ef þið komist ekki þá bið ég ykkur um að senda mér raðirnar.

 

Kveðja Marteinn Tippformaður Þróttar !!!

AFMÆLISHÁTÍÐ ÞRÓTTAR

Með | Fréttir

Þann 23. október síðast liðinn varð félagið 80 ára gamalt. Af því tilefni verður afmælishátíð laugardaginn 27. október og hefst kl 13:00 með ávarpi formanns.
Veitt verða heiðursverðlaun, skrifað verður undir samstarfssamning Þróttar og Sveitarfélagsins Voga, trúbadorinn Heiður verður á svæðinu sem og skemmtiatriði fyrir börnin. Einnig verður skemmtilegur leikur fyrir iðkendur Þróttar þar sem einn heppinn mun vinna 5.000kr gjafabréf í Intersport.

 

Sjáumst á laugardaginn  🙂

UMFÞ

Þróttur 80 ára!

Með | Fréttir

Við eigum afmæli í dag, við eigum afmæli í dag, við eigum afmæli við ÞRÓTTAR, við eigum afmæli í dag

 

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ALLIR ÞRÓTTARAR!!! 🙂 🙂 🙂 🙂

Annari umferð í Tippdeild Þróttar lokið.

Með | Fréttir

190 FC voru hæstir í annari umferð með samtals 21 rétta af 26 sem er frábær árangur. Vignir Már var með hæsta skorið eða samtals 11 eftir að hafa verið sá neðsti helgina áður.

 

Redknapp 18 og skorið 36

Gullgellurnar 18 og skorið 34
Funky Town 19 og skorið 35
Newcastle Brown 15 og skorið 31
Helli&Kitty 13 og skorið 28
FC Hallgrims 17 og skorið 32

HILL Kids 12 og skorið  27

Tranmere 16 og skorið 30
The Red Devils 16 og skorið 28
Lautern fc  18 og skorið 27
Fc Huanez Dias 20 og skorið 30
Fc 190 21 og skorið 31
Gunnrik 18 og skorið 28
Minnum alla á opið hús alla laugardaga milli 11-13 !!!

Haustmót Júdósambands Íslands

Með | Fréttir

Haustmót Júdósambands islands var haldið í Vogunum nú um helgina og er mótið eitt af stærri mótunum og var haldið í Vogum til heiðurs U.M.F.Þrótti sem fagnar 80 ára afmæli um næstu helgi. Á mótinu mátti sjá glæsileg köst og góðar gólfglímur, suðurnesja félögin U.M.F.Þ, U.M.F.G og  hið nýja og ferska félag U.M.F.N stóðu sig með príði samanlagt unnu þau til 18 verðlauna flest í yngri flokkum . Í fullorðins flokki eru Grindvíkingarnir sterkastir af suðurnesjaliðunum með Björn Lúkas í fararbroddi sem sigraði sinn flokk í unglingaflokki og varð annar í fullorðinsflokki eftir harða viðureign í úrslitunum. Sigurpáll úr Grindavík stendur jafnfætis Lúkasi en tapaði naumlega fyrir honum í þeirra innbirgðis viðureign Róbert Andri Þróttari kemur skammt á eftir Grindvíkingunum að getu en náði ekki á verðlaunapall, Njarðvíkingarnir geta orðið skeinuhættir á næstu árum enda með gott barna og unglingastarf en það tekur sirka 5 ár að búa til júdómann og eftir það kemur það í ljós hvort hann verði einhvern tíma góður júdómaður Góður rómur var gerður að mótinu og keppendur voru um 70 talsins víðsvegar af landinu, þess má geta að samstarf júdófélagana á suðurnesjum er mjög gott og hafa Vogamenn og Grindvíkingarnir t.d. haft góð tengsl í tæpa tvo áratugi . Um næstu helgi verður svo afmælismót júdófélags Reykjavíkur og munu suðurnesja liðin senda marga keppendur þangað til leiks, allt á fullu í júdóinu á Suðurnesjum,, jákvætt og skemmtilegt ´´.

 

 

Kveðja:

Maggi Hauks Júdóþjálfari 🙂

 

Getraunastarfið byrjað hjá Þrótti

Með | Fréttir
Getraunadeildin er farin af stað.  Jón Ingi og Birgir Örn mynda liðið Redknapp og fengu þeir 2×9 og 18 rétta samtals, og verma þeir toppsætið eftir fyrstu umferð.

 

Staðan:

 

Redknapp 18
Gullgellurnar 16
Funky Town 16
Newcastle Brown 16
Helli&Kitty 15
FC Hallgrims 15

HILL Kids 15
Tranmere 14
The Red Devils 12
BB United 11
Como Italy 11
Fc Huanez Dias 10
Fc 190 10
Gunnrik 10
Það er ekki of seint að skrá sig, rennur út næsta laugardag.

Haustmót Júdósambands Íslands

Með | Fréttir

Laugardaginn 13. október verður Haustmót Júdósambands Íslands

haldið í íþróttahúsinu í Vogunum. Mótið hefst kl 10:00 og stendur til kl 14:00.

Keppt verður á tveimur völlum.

Pylsur og fleira verður selt á staðnum.

Hvetjum alla til þess að kíkja við og styðja við okkar fólk.

 

 

Áfram Þróttur 🙂

Frá foreldrafélagi Þróttar

Með | Fréttir

ÁRÍÐANDI TILKYNNING – HALDIÐ YKKUR FAST , SETJIST NIÐUR EF ÞIÐ STANDIÐ !
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ SEM ALLIR VOGABÚAR HAFA BEÐIÐ EFTIR !!!!

 

Já gott fólk , ákveðið hefur að fara af stað með fjáröflun hjá foreldrafélagi Þróttar og ætlum við foreldrar og Þróttara börn að ganga í hús og selja ykkur klósettpappír og eldhúsrúllur !!!!!

 

 

Hver vill ekki eiga nokkrar rúllur á lager , hægt verður að kaupa wc venjulegt og Lúxus wc gott fólk og svo eldhúsrúllur að sjálfsögðu, og endilega munið að allir ágóði fer beint í foreldrafélagið og þaðan beint til Þróttara barnanna okkar hér í Vogum.

Látum vita með nánari dagsetningu hvenær það verður gengið í hús þannig að allir verði nú tilbúnir að taka á móti okkur gullunum en þetta verður þá líklegast eftir viku 10 daga , JÁÁÁÁÁ GOTT FÓLK ÞETTA ER AÐ BRESTA ÁÁÁÁÁ !! 🙂

 

 

Kveðja Foreldrafélag Þróttar.

Þróttarakaffi á laugardögum í vetur!

Með | Fréttir

Við hjá Þrótti Vogum ætlum að efla félagsstarfið enn frekar hjá okkur í vetur og verðum með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi.

Við byrjum formlega næsta laugardag 6. október Enn fremur geta allir tekið þátt í innanfélagsleik okkar í getraunum og sýnt snilli sína á því sviði. Kunnir þú ekki að tippa þá eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða þig. Hafir þú ekki áhuga á að tippa er það líka í góðu lagi svo framarlega sem þú mætir með góða skapið.

 

Hlökkum til að sjá þig.