Mánaðarlega Skjalasafn

september 2012

Íþróttaskólinn

Með | Fréttir

Íþróttaskólinn hefst á morgun, laugardaginn 29. september.

Tíminn er frá kl 11:00-11:45.

 

Sjáumst 🙂

Stofnun foreldrafélags

Með | Fréttir

Kæru Þróttarar….

 

Nokkrir áhugasamir foreldrar hafa áhuga á að stofna foreldrafélag í samstarfi við Ungmennafélagið.

Stefnt er að því að halda fund þriðjudaginn 2. október kl 20:00 í íþróttahúsinu. Þar verða ýmsar hugmyndir ræddar

fyrir komandi starf.

ALLIR sem hafa áhuga á að vera með, eru velkomnir.

 

Skráningar og frétt frá M.fl. Þróttar

Með | Fréttir

Hörður Ingþór Harðarson fyrirliði meistaraflokks Þróttar og Marteinn Ægisson formaður meistaraflokksráðs fóru og afhentu öllum grunnskólabörnum upplýsingablað fyrir vetrarstarfið, núna í morgun. Núna fer hver að verða síðastur að skrá sig og biðjum við foreldra um að hafa samband við framkvæmdastjóra varðandi skráningar. Framkvæmdastjóri verður við þriðjudaginn 18. september frá 14:00-18:00, eða samkvæmt skipulagi.

 

Fimmtudaginn 20. september verður meistaraflokkur Þróttar með opinn bolta uppá Vogavelli fyrir krakka á aldrinum 11-14 ára, bæði stráka og stelpur.  Mæting klukkan 16:30.

Hvetjum alla til þess að mæta,


Kveðja,

Meistaraflokkur Þróttar


Skráningar

Með | Fréttir

Núna eru skráningar í fullum gangi hjá UMFÞ. Við viljum biðja þá sem eiga eftir að skrá börnin sína að gera það við fyrsta tækifæri. Ef framkvæmdastjóri er ekki við þegar foreldrar eru að koma og ganga frá skráningum, þá liggja skráningarblöð í afgreiðslunni í íþróttahúsinu.

Þjálfarar munu fara í skólann á föstudag og kynna þær íþróttir sem í boði eru og æfingatíma.

 

Þessar upplýsingar hér fyrir neðan verða síðan sendar heim með þeim leikskólabörnum sem við á.

 

Íþróttaskóli Þróttar

Íþróttaskólinn er fyrir börn á leikskólaaldri (börn fædd 2009-2010) sem vilja læra að meðhöndla bolta og bæta hreyfigetu og jafnvægi og ekki síður styrk og sjálfstraust.
Salnum er skipt upp í tvö æfingarsvæði, þar sem annað er fyrir boltaþrautir og hitt er með Tarzanþrautir þar sem krakkarnir fá að kynnast ýmsum skemmtilegum æfingum. Foreldrar eru virkir með börnunum sínum á meðan á æfingunni stendur.

 

Íþróttaskólinn er 1x í viku.

Verð: 6.000kr

 

8. flokkur í fótbolta

 

Er ætlaður stelpum og strákum á leikskólaaldri (börn fædd 2007-2008). Markmið æfinganna er fyrst og fremst að börnin kynnist knattspyrnu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að börnunum líði vel og séu ánægð að lokinni æfingu.
Leikir og ýmsar æfingar (styrkjandi og alhliða) sem skapa áhuga á hreyfingu munu skipa stóran sess á þessum æfingum auk þess sem farið verður yfir grunnatriði knattspyrnunnar.
Ekki verður þó lögð áhersla á mikla keppni né mikil afrek tengd keppni heldur að allir séu jafnir og taki tillit til hvors annars.

 

Æfingar eru 2x í viku.

Verð: 10.000kr

Lokahóf meistaraflokks Þróttar

Með | Fréttir

Lokahóf meistaraflokks fór fram síðast liðið laugardagskvöld í Tjarnarsalnum. Verðlaun voru veitt fyrir þá sem sköruðu fram úr. Leikmenn og stjórn kusu besta, efnilegasta og besta félagann. Einnig kusu menn atvik ársins og mark ársins, en það var meira í gríni en alvöru. Einnig voru verðlaun fyrir markahæsta leikmann sumarsins, svo gaf Nonni þjálfari verðlaun fyrir karakter ársins.

 

Besti leikmaður Þróttar 2012 var Reynir Þór Valsson.

 

Efnilegasti leikmaður Þróttar 2012 var Haukur Harðarson.

 

 

Markahæðsti leikmaður sumarsins var Reynir Þór Valsson með 16 mörk í 15 leikjum í deildinni. Þrjú mörk í þremur bikarleikjum. Glæsileg tölfræði.

 

Besti félaginn var fyrirliði liðsins Hörður Ingþór Harðarsson.

 

Atvik ársins var Andrés Eggertsson.

 

Mark ársins skoraði Einar Helgi Helgason á móti Hvíta Riddaranum. Sá leikur endaði 1-1 í Vogum.

 

Jón Kristjánsson veitti svo verðlaun fyrir karakter ársins, valdi hann sjálfur þann sem fékk þau verðlaun. Arnar Arnórsson fékk þau, Nonni hélt ræðu og fór yfir það hversvegna Arnar fékk þessi verðlaun. Má segja að önnur verðlaun hafi fallið í skuggann á þessum verðlaunum. Arnar Arnórsson hefur spilað með Þrótti síðustu fimm árin. Hann á að baki 70 leiki í deild og bikar með félaginu. Með æfingjaleikum og deildarbikar þá er hann kominn vel yfir hundrað leiki. Hann hefur þjónustað félagið vel þessi fimm ár sem hann hefur verið hjá okkur.

 

Sigurður Vignisson fékk viðurkenningu fyrir gott og faglegt starf, en hann var liðsstjóri liðsins í sumar og hélt utan um aðbúnað liðsins í kringum leiki og æfingar.

 

Hér má sjá Reyni Þór ásamt Jóni Kristjánssyni þjálfara meistarflokks.

Stjórnarfundur í kvöld

Með | Fréttir

Stjórn Þróttar verður með fund í kvöld, mánudaginn 10. september kl 20:00 í félagsmiðstöðinni. Þeir sem hafa áhuga og vilja eitthvað til málana leggja, endilega mæta.

Kveðja,

Stjórnin

Kæru Þróttarar

Með | UMFÞ

Heil og sæl kæru Vogabúar.

Stjórn Þróttar viðurkennir að hafa hlaupið á sig með öllum þessum breytingum á sama tíma. Hefur strax verið ákveðið að halda systkinaafslætti frá því í fyrra sem var 50{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4} fyrir annað barn og 75{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4} fyrir þriðja barn. Á næst komandi mánudag verður fundur hjá stjórninni. Biðjum við alla þá sem hafa áhuga og vilja eitthvað til málanna leggja, að mæta á þann fund. Hægt er bíða með skráningar á börnum sínum fram yfir fundinn, fyrir þá sem vilja. Viið viljum minna á það enn og aftur: yngri flokka starfið er í mikilli endurskoðun. Kom það fram í bæklingnum að upplýsingar um fótboltann yrði auglýst síðar, þar á meðal kynning á þeim nýju þjálfurum sem er verða með okkur sem og æfingatímar. Fólk verður bara að reyna að vera þolinmótt og sína því skilning. Sjáumst á mánudag kl 20:00 gott fólk og reynum að ræða hlutina í sameiningu, af skynsemi og með hag okkar allra í huga 🙂

Heil og sæl kæru Vogabúar

Með | Events

Stjórn Þróttar viðurkennir að hafa hlaupið á sig með öllum þessum breytingum á sama tíma. Hefur strax verið ákveðið að halda systkinaafslætti frá því í fyrra sem var 50{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4} fyrir annað barn og 75{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4} fyrir þriðja barn. Á næst komandi mánudag verður fundur hjá stjórninni. Biðjum við alla þá sem hafa áhuga og vilja eitthvað til málanna leggja, að mæta á þann fund. Hægt er bíða með skráningar á börnum sínum fram yfir fundinn, fyrir þá sem vilja. Viið viljum minna á það enn og aftur: yngri flokka starfið er í mikilli endurskoðun. Kom það fram í bæklingnum að upplýsingar um fótboltann yrði auglýst síðar, þar á meðal kynning á þeim nýju þjálfurum sem er verða með okkur sem og æfingatímar. Fólk verður bara að reyna að vera þolinmótt og sína því skilning. Sjáumst á mánudag kl 20:00 gott fólk og reynum að ræða hlutina í sameiningu, af skynsemi og með hag okkar allra í huga 🙂