Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2012

Bílaþvottur og bón….Allir á hreinan bíl ….og styrkja meistaraflokk Þróttar í leiðinni !

Með | Fréttir

Bílaþvottur og bón….Allir á hreinan bíl ….og styrkja meistaraflokk Þróttar í leiðinni !

 

Meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu verður með fjáröflun næstu helgi og ætla strákarnir að taka að sér að þrífa bíla Vogabúa innan sem utan, og að sjálfsögðu að bóna líka J

 

Sækjum bílana og skutlum þeim heim aftur.

 

  • Verðskrá: Mjög hagstætt og ódýrt!
  • Fólksbílar: Alþrif að innan og utan, það er þvottur, tjöruhreinsun, bón, rúður pússaðar og þrif að innan. Verð 6.000.
  • Jepplingar: Alþrif að innan og utan, þvottur, tjöruhreinsun, bón, rúður pússaðar og þrif að innan. Verð 8.000.
  • Jeppar: Alþrif að innan og utan, þvottur, tjöruhreinsun, bón, rúður pússaðar og þrif að innan. Verð 10.000.

 

Styrkjum strákana og förum á glansandi fínum og hreinum bíl út í fótboltasumarið.

 

Björgunarsveitarhúsið laugardaginn 12. maí 2012

 

Pantanir hjá:

Matta Ægis 865-3722

Þóri Hauks 777-6508

Hannesi Smára 663-1108

 

 

 

 

 

 

Stjórn Þróttar

Með | Fréttir

Búið er að fullmanna nýja stjórn Þróttar eftir að okkur barst liðsauki frá þeim Júlíu Rós Atladóttir og Rebekku Riviere Magnúsdóttir. Er þetta frábær liðsauki enda mikið og skemmtilegt starf framundan hjá Þrótti á 80 ára afmæli félagsins.

Nýja stjórn Þróttar skipa því Kristján Árnason formaður Þróttar, Kristinn Þór Sigurðsson, Róbert Andri Unnarsson, Júlía Rós Atladóttir og Rebekke Riviere Magnúsdóttir. Varamenn í stjórn eru þær þaul reyndu stöllur Heiða Björk Elísdóttir og Sandra Helgadóttir.

Enn vantar þó að manna Foreldrafélag Knattspyrnunnar og Foreldrafélags Sundsins.

Oft var þörf en nú er nauðsyn þar sem að foreldrafélögin styðja við bakið á krökkunum, stunda fjáraflanir til að standa straum af keppniskostnaði og þar af leiðandi sparar foreldrum það að þurfa að leggja út fyrir því sjálfir. Þetta er nauðsynlegt starf innan Þróttar enda vinna margar hendur létt verk !

Þeir foreldrar sem að hafa áhuga á því að styðja félagið endilega hafið samband við framkvæmdastjóra í síma: 866-1699 eða á netfanginu: throttur@throttur.net

Það er þróttur í Þróttar stelpunum :)

Með | Fréttir, Knattspyrna

5. flokkur kvk Þrótti vann FH, 1-0 í Faxaflóamótinu síðastliðin laugardag.

Það verður að segjast að það hafi verið þróttur í stelpunum þar sem að þær lentu í þeirri óheppni að vera ekki með neinn varamann og þurftu því að spila allan leikinn án hvíldar. Þrátt fyrir þetta náði Eydís Ósk Símonardóttir að skora flott mark og tryggði Þrótti sigur í leiknum. Þetta var hörku leikur hjá báðum liðum 🙂

Óskum við stelpunum innilega til hamingju með sigurinn 🙂