Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2012

Æfingar eftir jólafrí…

Með | Fréttir

Æfingar byrja að nýju eftir jólafrí næsta mánudag þann 9 janúar.

Og eru æfingarnar á sama tíma og fyrir jól.

Sjáumst hress í næstu viku 🙂

 

 

Nýárskveðja Meistaraflokks Þróttar

Með | Fréttir

Dregið var í hinu árlegu happdrætti meistaraflokks Þróttar í knattspyrnu nú fyrir
skemmstu.  Fjöldi glæsilegra vinninga
voru dregnir út en vinningaskráin innihélt þrjátíu glæsilega vinninga. Vinningaskrána
má finna á heimasíðunni okkar throttur.net. Fyrsti vinningur í ár var 50.000
króna gjafabréf með Icelandair. Sú heppna sem vann ferðavinninginn heitir Sylvía
en hún býr hér í Vogum.Viljum við þakka kærlega fyrir frábærar móttökur og stuðninginn sem fólk sýndi með því að
kaupa happdrættismiða af okkur, sem og öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu með
því að gefa vinninga. Að lokum viljum við hvetja ykkur til að mæta á völlinn í
sumar og styðja við bakið á strákunum en eins og flestir ættu að vita þá mun
Þróttur taka í notkun nýja og glæsilega keppnis og æfingaaðstöðu í tilefni þess
að félagið verður 80 ára á árinu. Kæru stuðningsmenn nær og fjær gleðilegt nýtt
ár og megi árið 2012 verða ykkur gjöfult.