Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2011

7.flokkur drengja í Reykjaneshöllinni

Með | Fréttir, Knattspyrna

Laugardaginn 5. nóvember lauk 7. flokkur drengja þátttöku á árlegu móti sem íþróttafélagið Keflavík hélt í Reykjaneshöllinni.
Drengirnir lögðu sig alla fram og að móti loknu fengu þeir að launum þátttökupening og pizzuveislu.

Foreldrar-stjórn:

Með | Foreldrar, Fréttir
Þrír foreldrar mættu á aðalfund foreldrafélags fótboltans. Enginn bauð sig fram til að taka við fráfarandi stjórn og var félagið því lagt í dvala. Ef einhver þarna úti er tilbúin til að taka að sér félagið, sem að er jú mjög mikilvægt börnum okkar og sparar foreldrum mikinn kostnað, þá endilega hafið samband við framkvæmdastjóra.

Þjálfaramál íþróttaskóla

Með | Fréttir, Íþróttaskóli
Eins og flest ykkar vita þá hefur íþróttaskólinn verið í svolitlum vandræðum með að finna nýjan þjálfara, en það lítur nú út fyrir að það sé allt að ganga upp og vonandi verðum við komin með nýja þjálfara í næsta tíma.
Við þökkum þá þolinmæði og skilning sem að þið hafið sýnt okkur.

Skráningarmál

Með | Fréttir, Júdó
Viljum minna foreldra sem að eru með krakka sína í júdó að það þarf að skrá þau sérstaklega inn hjá Þrótti.
Skráningablöð er hægt að nálgast hjá Framkvæmdastjóra, í afgreiðslu Íþróttahúsins og einnig er linkur hér á forsíðunni sem að hægt er að prenta út og skila svo inn undirskrifuðu.

Jón Kristjánsson verður næsti þjálfari meistaraflokks Þróttar

Með | Fréttir, Knattspyrna

Í gær skrifaði Jón Kristjánsson undir eins árs samning við Þrótt Vogum um þjálfun meistaraflokks félagsins. Tekur hann við af Sigurði H. Guðjónssyni sem þjálfaði liðið í sumar.
Verður næsta tímabil fimmta árið í röð sem Þróttur Vogum tekur þátt í íslandsmótinu. Á næsta ári verður félagið 80. ára og er félagið að fara taka í notkun nýja og glæsilega keppnis og æfingaaðstöðu.

Jón sem er 34. ára, á að baki farsælan feril sem þjálfari þrátt fyrir ungan aldur og hefur hann þjálfað Hamar frá Hveragerði síðustu þrjú árin. Knattspyrnudeild Þróttar lýsir yfir mikilli ánægju að fá Jón til starfa og eru bundar miklar vonir við störf hans.

Smelltu hér til að sjá fréttina á Víkurfréttum


Frétt fyrir 5.flokk kvk:

Með | Fréttir, Knattspyrna
Sælar stelpur,
Æfingaplanið fyrir vikuna er þannig og endilega verið duglegar að hvetja stelpurnar til að mæta á æfingar :)
Mánudagur kl. 18 – íþróttahús
Fimmtudagur kl. 18 – sparkvöllur við skólann
Laugardagur kl. 14 – Hópið, Grindavík (skyldumæting)
Kveðja, Vignir

Frétt fyrir 4.flokk kvk:

Með | Fréttir, Knattspyrna
Sælar stelpur,
Æfingaplanið fyrir vikuna er þannig og endilega verið duglegar að hvetja stelpurnar til að mæta á æfingar :)
Mánudagur kl. 18 – íþróttahús
Þriðjudagur kl. 19 – íþróttahús
Fimmtudagur kl. 18 – sparkvöllur við skólann
Laugardagur kl. 14 – Hópið, Grindavík (skyldumæting)
Kveðja, Vignir

7.fl.kk á íþróttamót í Reykjaneshöllinni.

Með | Knattspyrna

Laugardaginn 5. nóvember lauk 7. flokkur
drengja þátttöku á árlegu móti sem íþróttafélagið Keflavík hélt í
Reykjaneshöllinni.

Drengirnir lögðu sig alla fram
og að móti loknu fengu þeir að launum þátttökupening og pizzuveislu.

 

Síli og Hákarlar

Með | Sund

Rosa gaman að sjá hvað margir eru komnir í sundið og vil hvetja alla til að koma og prufa ef áhugi er fyrir hendi.

Æfingar eru eftrifarandi
Þriðjudagar    –    Miðvikudagar    –    Fimmtudagar

Síli       17:00-18:00    –    17:00-18:00     –    17:00-18:00

Hálkarlar  17:45-19:00    –    17:45-19:00     –    17:45-19:00
Kveðja Rebekka sundþjálfari

Skráningar

Með | Fréttir

Eitthvað er enn um það að krakkar séu að mæta á æfingar en séu ekki formlega skráð. Hægt er að nálgast skráningablöð í afgreiðslu íþróttahúsins og hjá framkvæmdastjóra á opnunartíma skrifstofu.

Einnig er hægt að prenta út skráningarblaðið hér og skila svo inn:

Skráningarblað 2011 allar Íþróttir