Ungmennafélagið Þróttur
Nú er að hefjast nýtt starfsár hjá UMF Þrótti og í tilefni af því opnum við nú nýja heimasíðu. Á síðunni er hægt að nálgast allar upplýsingar um starfsemi félagsins. Þar er að finna foreldrahandbók og nýjar siða– og agareglur fyrir félagið.
Í vetur verður margt á boðstólum fyrir iðkendur Þróttar; Knattspyrna, íþróttaskóli, sund og júdó svo allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Í vetur reynum við einnig fyrir okkur með badminton fyrir 8-15 ára. Öflugt félagsstarf verður í kringum iðkunina því hluti af því að æfa íþróttir er að njóta þess að vera í góðum og uppbyggilegum félagsskap.
Við í stjórn UMFÞ viljum þakka íbúum Sveitarfélagsins Voga fyrir góðar viðtökur á liðnum árum. Samstarf okkar og samvinna heldur nú áfram og það er ósk okkar að nú geti enn fleiri verið með.

Nýlegar athugasemdir