Mánaðarlega Skjalasafn

október 2011

Íþróttadagur 07.10.11

Með | Events

Íþróttadagur verður haldin í íþróttahúsinu í dag 07.október frá kl 17-19. Krakkarnir getað prufað flestar íþróttir sem að Þróttur hefur upp á að bjóða.

Ekki verður boðið upp á sund þar sem að laugin er lokuð.

Munum við bjóða upp á smá hressingu fyrir þá sem að mæta.

Þróttarkveðja 🙂

Breytingar á sundtímum.

Með | Fréttir, Sund

Það hafa orðið smá breytingar í tímatöflu sökum þess að mikill áhugi var hjá yngri stelpunum að ná að æfa bæði sund og fótbolta, Þróttur fagnar þessum áhuga og því verða sundæfingarnar á mánudögum færðar yfir á þriðjudaga á sama tíma. Sem sagt 1-3 bekkur æfir frá kl: 17-18 og 4-6 bekkur frá kl:18-19 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

Kær kveðja Þróttur

Með | Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur

Nú er að hefjast nýtt starfsár hjá UMF Þrótti og í tilefni af því opnum við nú nýja heimasíðu. Á síðunni er hægt að nálgast allar upplýsingar um starfsemi félagsins. Þar er að finna foreldrahandbók og nýjar siða– og agareglur fyrir félagið.

Í vetur verður margt á boðstólum fyrir iðkendur Þróttar; Knattspyrna, íþróttaskóli, sund og júdó svo allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Í vetur reynum við einnig fyrir okkur með badminton fyrir 8-15 ára. Öflugt félagsstarf verður í kringum iðkunina því hluti af því að æfa íþróttir er að njóta þess að vera í góðum og uppbyggilegum félagsskap.

 

Við í stjórn UMFÞ viljum þakka íbúum Sveitarfélagsins Voga fyrir góðar viðtökur á liðnum árum. Samstarf okkar og samvinna heldur nú áfram og það er ósk okkar að nú geti enn fleiri verið með.